Liðsfundur með stuðningsfólki á föstudag.
Tindastóll leikur gegn Þór á heimavelli á föstudaginn kemur. Í hádeginu á föstudag mun liðið hittast á Mælifelli yfir hádegisverði og er allt stuðningsfólk Tindastóls velkomið að hita upp með liðinu þá. Þeir sem vilja mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á spjallinu undir heitinu Stuðningsmannafundur á Mælifelli. Hádegisverðurinn kostar 1200 kr á mann og er fólk beðið um að skrá sig með fullu nafni og fjölda þeirra sem mæta.