Margar hendur vinna.....
Tvívegis á undanförnu hefur fljótafólki verið hóað saman til að vinna fyrir byggðarlagið. Í fyrra skiptið þegar svokallaður rusladagur var haldinn en þá var farið með öllum vegum í sveitinni og safnað saman rusli og það fjarlægt. Var tínt á nokkra sturtuvagna í þessu átaki sem sýndi að full þörf var á .
Þarna voru rauna fulltrúar yngrikynslóðarinnar drýgstir. Í síðara skiptið kom fólk saman og sló kirkjugarðinn að Knappstöðum á einni kvöldstund um tuttugu manns og þegar því var að ljúka varð einhverjum að orði að margar hendur ynnu létt verk. Þess má geta að hina árlega messa í Knappstaðakirkju verður þann 11. júli. ÖÞ: