MAST staðfestir riðu á Stóru-Ökrum 1
Matvælastofnun hefur staðfest að riða hafi greinst í kind á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði en fréttir voru sagðar af grun í þá átt fyrir skömmu. Undirbúningur niðurskurðar fjár á bænum stendur nú yfir.
Á heimasíðu Matvælastofnunar er það ítrekað að allur flutningur líffjár (sauð- og geitfjár) innan Tröllaskagahólfs sé bannaður.
Beðið er eftir niðurstöðum sýna úr sauðfé sem flutt var frá bænum til annarra bæja innan varnarhólfsins.
Tengd frétt:
Grunur um nýtt riðutilfelli í Skagafirði
