Messa í Knappsstaðakirkju
Hin árlega sumarmessa í Knappsstaðakirkju í Stíflu verður haldin næstkomandi sunnudag, þann 11. júlí, kl. 14.
Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Kór Barðskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Önnu Kristínar Jónsdóttur organista.
Knappsstaðakirkja er elsta timburkirkja landsins og er sumarmessa þar fjölsóttur viðburður á fallegum stað. Sem fyrr er hestafólk hvatt til að fjölmenna til kirkju. Að lokinni messu býður heimafólk kirkjugestum upp á kaffi og meðlæti við kirkjuna.