Messa og tónleikar á Hólum
Sunnudaginn 22. ágúst mun sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur Þingeyinga messa í Hóladómkirkju kl. 11:00. Kór Raufarhafnarkirkju syngur í athöfninni og organisti verður Stefanía Sigurgeirsdóttir. Tónleikar kl. 14.00.
Íslenski saxófónkvartettinn heldur svo tónleika í kirkjunni kl. 14.00 og leikur verk eftir Gabrieli, Bach, Scarlatti, Singelée og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon.
Ókeypis aðgangur
Allir velkomnir