Mótmæla niðurskurði
Stjórn SSNV mótmælir harðlega þeim mikla niðurskurði sem heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki þurfa að taka á sig. Í bókun samtakanna segir að nú þegar hafi þjónusta þessara stofnana verið skert vegna þessa og sé með því alvarlega vegið að grunn velferðarþjónustu í þessum byggðalögum.
Þá mótmælir stjórnin einnig í bókun sinni boðuðum niðurskurði við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga
Í bókun samtakanna segir; -Aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu er hornsteinn hvers samfélags og afar mikilvæg í byggðalegu tilliti. Bent er sérstaklega á í því samhengi að nái boðaðar hugmyndir fram að ganga verða ekki starfræktar fæðingardeildir milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Stjórnin skorar á Heilbrigðisráðherra að endurskoða boðuð niðurskurðar áform og heitir á þingmenn NV kjördæmis að beita sér fyrir að endurskoðun á fjárheimildum til stofnanna“.