Nám í lífrænni ræktun
Frá og með næsta hausti býður Garðyrkjuskólinn við Hveragerði upp á nám í lífrænni ræktun matjurta. Með þessu vill skólinn koma til móts við sívaxandi áhuga almennings á lífrænt ræktuðum afurðum, eins og segir í fréttatilkynningu frá skólanum.
Nánari upplýsingar um námið er að finna á vef Garðyrkjuskólans.