Níu ára gamlar myndir úr Laufskálarétt

Úr Laufskálarétt haustið 2011. MYNDIR: ÓLI ARNAR
Úr Laufskálarétt haustið 2011. MYNDIR: ÓLI ARNAR

Sökum hertra sóttvarnaraðgerða sem nú eru í gildi vegna COVID-19 hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og réttir þetta haustið. Þannig eru til dæmis aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða sem mega mæta í réttir og fjöldatakmarkanir miðast við 100 manns.

Það verður því ekki fjölmenni í Laufskálarétt þetta árið en Feykir birtir hér níu ára gamla myndasyrpu úr þeirri ágætu rétt en í dag eru nákvæmlega níu ár síðan myndirnar voru teknar.

Ekki er ólíklegt að einhverjir fái smá fiðring við að rifja upp stemninguna frá því fyrir níu árum þegar rúllað er í gegnum þessar myndir sem flestar sýna mannlífið í réttunum. Vonandi hafa einhverjir gaman að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir