Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Nord háskólinn, háskólasvæðið, í Stjørdal nærri Þrándheimi. Mynd af kynningarblaði fyrirlesara skólans.
Nord háskólinn, háskólasvæðið, í Stjørdal nærri Þrándheimi. Mynd af kynningarblaði fyrirlesara skólans.

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.

Að sögn Elisabethar Jansen, deildarstjóra hestafræðideildar Háskólans á Hólum, koma fyrirlesararnir frá vegaumferðardeild (Road Traffic Section), Nord University Business School í Stjørdal í Þrændalögum í Noregi. Munu þeir kynna niðurstöður sínar úr rannsókninni Predictors of perceived road collision/incident risk among horse users: A survey study from Norway sem jafnvel mætti þýða sem Skynjun á fyrirsjáanlegum árekstrum eða slysum á vegum meðal knapa.

„Þessi háskóli menntar meðal annars ökukennara og vill nota niðurstöður þessara rannsókna til þess að kenna ökumönnum hvernig best sé að haga sér í umferðinni í kringum hesta og reiðmenn eða önnur dýr. Einnig kemur einn fulltrúi skólans og kynnir tryggingamál og reglur sem gilda vegna umferðaslysa í tengslum við hesta og önnur dýr,“ segir Elisabeth.

Fyrirlesturinn, sem verður á ensku, er öllum opinn og hefst kl. 15.30 og stendur í tvo tíma. Léttar veitingar, kaffi og kleinur, verða í boði fyrir gesti.

Hér fyrir neðan má sjá smá kynningu frá fyrirlesurunum:

Horse in Road Traffic

6th of October a research group from Nord University in Norway will make a presentation in HÓlar University about the research project “Horse in Traffic”

Nord University, campus Stjørdal (near Trondheim)

The research group of the project is from Nord University, Road Traffic Section, which has the national responsibility for educating driving teachers and driving examiners in all classes in Norway. In the education, we have a unique opportunity to focus on how to interact in situations with horse users in road traffic.

The project group consists of Kåre Robertsen, Özlem Simsekoglu, Harald Sandvik, Roger Helde and Eva Brustad Dalland (project leader). We are an interdisciplinary team with competences in different areas, such as pedagogy, psychology and law.

This research project was funded by the Swedish Foundation of Horse Research and was completed between 2018 and 2021. In 2021, we received the foundations’ Horse research award, which make it possible for us to visit Island and make a presentation.

In our presentation, we will talk about the project and the main findings:

  • Cultural and historical changes that made horse users a vulnerable group in road traffic
  • Underreported road accidents involving horses
  • Children as horse users in traffic
  • How do risky situations arise between horse users and other road user groups?
  • What are the horse users’ attitudes towards other road users?
  • How much risk do horse users perceive in traffic?
  • How visible are horse users in dark?
  • Unclear laws and regulations that do not give the horse users enough protection
  • Laws, regulations, and education related to horse users’ safety
  • Implications of our findings and suggestions for future research

And we want to be in dialogue with you about the theme!

We look forward to meeting you!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir