Ný brunavarnaáætlun tekur gildi í Skagafirði

Brunavarnaáætlun Brunavarna Skagafjarðar var undirrituð í gær á slökkvistöðinni Sauðárkróki en hún hefur verið í vinnslu um allnokkurt skeið. Brunavarnaáætlun leggur til upplýsingar um hvernig slökkviliðið er mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað til að takast á við þau verkefni sem því eru falin í sveitarfélaginu.

Einnig eru í áætluninni upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir þá sem bera ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu auk þess sem þær upplýsa íbúa um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðsins og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.

Áætlunina undirrituðu Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, Svavar A. Birgisson, slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir