Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn í Kakalaskála

Kringlymýri í Blönduhlíð. Aðsend mynd.
Kringlymýri í Blönduhlíð. Aðsend mynd.

Laugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftinaÓfriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.

Dagskráin hefst kl. 14 og er sem hér segir:

  • Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur. Sjónarhorn í Þórðar sögu kakala.
  • Viðar Pálsson, sagnfræðingur. Ófriðaröld Sturlunga.
  • Kaffihlé.
  • Kristján Jóhann Jónsson, bókmenntafræðingur. Íslenskur hetjuskapur og hugrekki.
  • Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur. „Þetta rusl sem ég sendi þér núna.“ Þjóðsagnasafnarinn séra Páll Jónsson í Hvammi.

Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur stjórnar málþinginu og eru allir velkomnir í Kakalaskála. Aðgangur ókeypis.

 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir