Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.06.2022
kl. 09.26
Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.
Þá munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækisins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi, afmælistertu og aðrar veitingar.
Á Norðurlandi verða starfsstöðvarnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Þórshöfn opnar milli klukkan 16:00 og 18:00.