Opinn framboðsfundur í Húsi frítimans

Öll framboð til sveitarstjórnakosninga í Skagafirði munu kynna stefnumál sín og svara fyrirspurnum á opnum fundi í Húsi frítímans þriðjudaginn 25. maí n.k. Fundurinn hefst klukkan hálfátta og er öllum opinn.

Eru íbúar hvattir til að mæta og spyrja frambjóðendur um þau mál sem brenna á íbúum. Einnig má senda skriflegar fyrirspurnir fyrir fundinn á netfangið husfritimans@skagafjordur.is . Það getur komið sér vel fyrir þá sem ekki komast en hafa samt áhuga á að fá svör við spurningum.
 
Framboðin munu síðan sjálf standa fyrir framboðsfundum miðvikudaginn 26. maí og fimmtudaginn 27. maí í Miðgarði, á Mælifelli og á Hofsósi.

Fleiri fréttir