Öskudagsbúningar til leigu

Hjá Leikfélagi Sauðárkróks er hægt að leigja búninga fyrir hin ýmsu tilefni en það gæti hentað nú fyrir öskudaginn. Einnig er verið að selja gjafabréf á Sæluvikustykkið.

Á heimasíðu Leikfélagsins segir að hver búningur leigist á aðeins 1000 krónur og skal leigan greiðist í reiðufé við afhendingu. Frekari upplýsingar veitir Sindri í síma 866-3584 eða Lulla í síma 862-5771.

Leikfélagið spyr líka, "Viltu gefa skemmtilega gjöf?" en hægt er að kaupa gjafabréf sem gildir sem greiðsla á sæluvikustykkið í vor 2010. Almennt miðaverð er 2300 krónur en gjafabréfið er selt á 1900 krónur. Vakin er athygli á því að gjöfin væri tilvalin á konudaginn, fyrir afmæli eða hvaða tilefni sem er. Og það er formaður LS Sigurlaug Dóra sem gefur allar upplýsingar í síma 8625771

Fleiri fréttir