Pókók slær í gegn
Leikfélag Hofsóss sýnir leikritið Pókók um páskana. Leikiritið hefur hlotið einróma lof áhorfenda enda sýningin fjörleg og samstæður leikhópurinn skilar verki sínu vel.
Leiksýningarnar hafa verið vel sóttar og búast má við góðri aðsókn um páskana. Tvær sýningar verða 1. apríl (skírdag), sú fyrri kl. 17 og síðan miðnætursýning kl. 23. Dagsýning verður á annan í páskum kl. 15. Miðapantanir eru í síma: 893-0220.