Rekstur Dögunar snýst í dag alfarið um vinnslu í landi

Dögunarrækja. MYND: HINIR SÖMU
Dögunarrækja. MYND: HINIR SÖMU

Ítarlega er fjallað um starfsemi rækju­vinnsl­un­ar Dög­un­ar á Sauðár­króki í 200 mílum á mbl.is í dag. Óskar Garðars­son, fram­kvæmda- stjóri seg­ir mikla upp­stokk­un hafa átt sér stað og fá fé­lög eft­ir sem eru helguð veiðum og vinnslu á rækju. „Rekst­ur Dög­un­ar hef­ur styrkst á und­an­förn­um árum og fé­lagið fékk meðal ann­ars viður­kenn­ingu frá Cred­it­in­fo í vik­unni, sem framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki í rekstri,“ segir Óskar í samtali við 200 mílur.

Í dag starfa á bil­inu 25 til 30 manns hjá fyr­ir­tæk­inu en 38 ár eru síðan fyrirtækið var sett á laggirnar. „Frá 2016 til 2020 gerði Dög­un út rækju­veiðiskip sem fé­lagið seldi svo frá sér og snýst rekst­ur­inn í dag al­farið um vinnslu í landi en auk starf­sem­inn­ar á Sauðrár­króki á Dög­un hlut í öfl­ugri rækju­út­gerð í Eistlandi.

...Dög­un framleiðir afurðir úr u.þ.b. 6.500 til 8.500 tonn­um af hrá­efni á dæmigerðu ári og kaup­ir fé­lagið mikið magn af rækju sem veidd er í Bar­ents­hafi, við strend­ur Græn­lands og Kan­ada og eft­ir at­vik­um frá öðrum lönd­um sem stunda veiðar á kald­sjáv­ar­rækju, einkum á Norður-Atlants­hafi.“

Sjá nánar >

Fleiri fréttir