Röskuðu næturró rokkarans

Stefán Jakobsson, söngvari, var ekki par hrifinn af öskursöng ungra Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem héldu fyrir honum vöku í nótt, eins og sjá má á færslu hans á Facebook.
Stefán Jakobsson, söngvari, var ekki par hrifinn af öskursöng ungra Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem héldu fyrir honum vöku í nótt, eins og sjá má á færslu hans á Facebook.

Í gærkvöldi buðu Framsóknarmenn í Skagafirði upp á skemmtikvöld á Grand-inn þar sem eðalrokkarinn í Dimmu, Stefán Jakobsson, tróð m.a. upp með söng. Stóð skemmtunin fram að miðnætti eins og lög leyfa. Á sama tíma buðu ungir Sjálfstæðismenn til Pubquiz á veitingastaðnum Sauðá sem staðsettur er annars staðar í bænum en þar þeytti Helgi Sæmundur skífum. Unga Sjálfstæðisfólkið var hins vegar ekki á þeim buxunum að fara að sofa strax svo boðið var í teiti á kosningaskrifstofu þeirra á Aðalgötunni og virðist glaumur þess hafa raskað ró rokkarans um nóttina sem gisti handan götunnar.

Á Facebook-síðu sinni kvartar Stefán undan fylleríslátum og öskursöng nágrannanna sem stóð fram undir morgun.
„Í gærkvöldi skemmti ég fólki á Grand-inn á Sauðárkróki. Allt var þetta í boði Framsóknarflokksins sem fær stóran plús fyrir hlýjar móttökur og vel skipulagt kvöld sem endaði á réttum tíma.

 

 

 

Last kvöldsins fá hinsvegar skipuleggjendur fyllerís Sjálfstæðisflokksins hinumegin við götuna. Þar var opið hús til kl 05:00 í morgun með tilheyrandi öskursöng, brotnum flöskum og almennum látum. Btw allt fullorðið fólk.
Búúú á ykkur!! K.v. fólkið á gistiheimilinu sem vildi bara lúlla í friði,“ skrifar Stefán á Facebook-síðu sína og lætur mynd af lafandi þumli sínum fylgja með til að undirstrika óánægju sína.

Uppfært laugardaginn 25. september.
Gaman er að geta þess að hljómsveitin Dimma heldur  útgáfutónleika í kvöld á Græna hattinum en nýjasta afurð sveitarinnar nefnis Þögn! Hægt er að nálgast miða HÉR

 

Fleiri fréttir