Sabinsky og kirkjubyggingin endursýnt

Vegna fjölda áskorana verður leikritið Sabinsky og kirkjubyggingin endursýnt í Hóladómkirkju á morgun þriðjudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:30. Leikritið er eftir Björgu Baldursdóttur og sett upp í tilefni af 250 ára afmæli Hóladómkirkju og fjallar um byggingatíma kirkjunnar.

Tveir sögumenn, Agnar Gunnarsson og Magnús Ástvaldsson, leiða áhorfendur áfram í sögunni og fjórir leikarar glæða söguna lífi en það er María Gréta Ólafsdóttir sem leikstýrir.  Einungis verður um þessa einu sýningu að ræða svo fólk skal taka kvöldið frá vilji það njóta hennar.

Aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir