Sauðárkróksvöllur óleikhæfur annað árið í röð

Sauðárkróksvöllur lítur ekki vel út eftir veturinn og stendur Tindastóll uppi vallarlaus í upphafi tímabils annað árið í röð. Í fyrra var völlurinn ekki leikhæfur fyrr en um mánaðarmótin júní/júlí og þurfti Tindastóll því að spila fyrstu heimaleiki sína á Akureyri og á Blönduósi.

Staðan virðist vera svipuð að þessu sinni og segir Ómar Bragi miklar áhyggjur vera í herbúðum Tindastóls. Hann segir þetta ástand algerlega óviðunandi og ljóst að svona verði ekki haldið áfram.

Meistaraflokkur kvenna mætir KR í úrslitaleik í lengjubikarnum á KR vellinum í kvöld kl.19 og meistaraflokkur karla mætir BÍ/Bolungarvík á útivelli í 1. umferðinni í 1. deild á laugardaginn.

Mynd: Ómar Bragi

Fleiri fréttir