Sauðfjárbændur í Skagafirði fagna breytingu á verðskrá SAH afurða ehf.
Stjórn Félags sauðfjárbænda í Skagafirði fagnar breytingu verðskrár sauðfjárafurða hjá SAH afurðum. Jafnframt hvetur stjórnin aðra sláturleyfishafa til að taka SAH afurðir sér til fyrirmyndar og breyta umsvifalaust verðskrám sínum og þrepa verð ekki niður seinni hluta sláturtíðar.
Ætli sláturleyfishafar sér að gjörbreyta uppsetningu verðskráa sinna verður það að gerast með mun lengri aðlögun fyrir bændur sem geta þurft að hliðra burðartíma ,göngum og réttum og haga sáningu á grænfóðri til haustbötunar í samræmi við verðskrár.
Stjórn Félags sauðfjárbænda í Skagafirði