Skagfirsku söfnin fá sameiginlegt tákn

Útskorni kistillinn sem var fyrirmynd að nýju tákni skagfirsku safnanna. MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
Útskorni kistillinn sem var fyrirmynd að nýju tákni skagfirsku safnanna. MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA

Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Listasafn Skagfirðinga tóku sig nýverið saman og létu hanna nýtt auðkenni safnanna. Um er að ræða sameiginlegt auðkenni sem er tákn um vilja safnanna til aukins samstarfs sín á milli, sem öll sinna skagfirskum menningararfi.

Það var Þórhallur Kristjánsson, grafískur hönnuður hjá Effekt hönnun slf., sem sá um hönnun auðkennisins. Leitað var innblásturs á meðal prýðisgripa sem varðveitt eru hjá Byggðasafni Skagfirðinga, með áherslu á útskurð.

Útskurðurinn, sem er fyrirmynd auðkennisins, prýðir kistil sem var í eigu Guðrúnar Björnsdóttur frá Skíðastöðum í Laxárdal en kistillinn er talinn vera frá árinu 1767. 

Sjá nánar í prentútgáfu Feykis, 37. tölublaði sem kom út í vikunni.

Fleiri fréttir