Skipulag norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki auglýst
Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki ásamt óverulegri breytingu á gildandi deiluskipulagi suðurhluta sömu götu. Markmiðið með tillögunni að deiluskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir alls fimmparhúsalóðum.
Þá liggur fyrir tillaga ásamt greinargerð að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns. Breytingin gerir grein fyrir breyttu nýtingarhlutfalli lóða númer 2-14, lóðir austan götu. Nýtingarhlutfall Nestúns 2 verður 0,46. Nýtingarhlutfall Nestúns 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verður 0,45. Á þessum lóðum skal reisa einbýlishús á tveimur hæðum með inngangi á efri hæð að vestanverðu.
Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Tillagan er auglýst frá 3. nóvember til og með 16. desember 2021. Sjá nánar hér >