Skuldir hækka og hækka

Feykir segir frá því á forsíðu að lán Skagafjarðaveitna og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í erlendri mynt hafa hækkað um 120 milljónir það sem af er ári. Í Skagafirði er það lán Skagafjarðarveitna sem tekið var fyrir rúmu ári upp á 130 milljónir og fyrir voru gengisbundin lán upp á 85 milljónir. Þessi lán standa í dag í 280 milljónum.

Þá skuldar sveitarfélagið erlend lán í félagslega íbúðakerfinu sem í dag standa í 110 milljónum en stóðu um áramót í 80 milljónum. Skuldir Skagafjarðar í erlendum myntum í lánasafni sveitarfélagsins og stofnana námu um síðustu áramót rúm 11% af langtímaskuldum.

Fleiri fréttir