Söngskemmtun Rökkurkórsins á Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
13.03.2012
kl. 08.14
Rökkurkórinn í Skagafirði heldur söngskemmtun í Hólaneskirkju á Skagaströnd sunnudaginn 18 mars klukkan 15:00. Á efnisskrá verður fjölbreyttur söngur við allra hæfi.
Söngstjóri er Sveinn Sigurbjörnsson en undirleikari Thomas R Higgersson. Einsöng syngja þau Jóhann Már Jóhannsson, Íris Baldvinsdóttir og Valborg Hjálmarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.