Soroptimistar fá umhverfisverkefni
Á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar í Svf. Skagafirði var lagður fram samningur milli Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um umhverfisverkefni.
Samningurinn sem dagsettur er 1. júní 2010 og gildir til 1 júní 2013, felur í sér að Soroptimistaklúbburinn velur staði og verkefni sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Skagafjarðar. Samningurinn var samþykktur í nefndinni og verður honum vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.