Stelpurnar frá lið Grindavíkur heima
Stelpurnar í Tindastól/Neisti drógust á móti sterku liði Grindavíkur í 16 liða úrslitum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.
Um heimaleik verður að ræða en Grindavíkurliðið leikur í Pepsídeildinni og er í 7. sæti, jafnt Stjörnunni og Aftureldingu.
-Þetta er spennandi verkefni og við fengum ósk okkar um að fá úrvalsdeildarlið. Þó að Grindavík sé með feiki sterkt lið og verkefnið erfitt, þá er Grindavík lið sem við eigum alveg möguleika á að vinna ef stúlkurnar okkar spila á getu, en mikið munar um að hafa fengið heimaleik, segir Bjarki Már Árnason, þjálfari.