Stelpurnar unnu Völsung

Stelpurnar okkar í Tindastól Neista gerðu sér lítið fyrir á miðvikudagskvöld og sigruðu lið Völsungs frá Húsavík með tveimur mörkum gegn einu.  

Það var Halla Mjöll Stefánsdóttir sem reið á vaðið strax á þriðju mínútu leiksins og skoraði fyrsta mark Tindastóls og eina mark fyrri hálfleiks.

 Ásrún Ósk Einarsdóttir jafnaði síðan leikinn þegar 66 mínútur voru liðnar af leiknum. Halla Mjöll var síðan aftur á ferðinni á 88 mínútu og gerði út um leikinn.

 Góður sigur hjá stelpunum sem eru nú í fjórða sæti með níu stig.

Fleiri fréttir