Stemning í Aðalgötunni

„Nú er aðventan hafin og jólaspenningur kominn í fólk,“ segir í tilkynningu fyrirtækjaeigenda í Aðalgötunni á Sauðárkróki en þar hefur verið boðuð kvöldopnun í kvöld, 2. desember, kl. 20-22. Ýmis tilboð verða í gangi og kósý jólastemning mun svífa yfir vötnum. Sólon opnar vinnustofur sínar.
„Alls konar í jólapakkann frá lista- og handverksfólkinu, einyrkjunum og litlu fyrirtækjunum í gamla bænum okkar. Allir hjartanlega velkomnir. Munum sóttvarnir,“ segir í tilkynningunni.
Sjá nánar HÉR
Opnar vinnustofur Sólons
Sólon myndlistarfélag opnaði vinnustofur sínar í Gúttó á Sauðárkróki síðasta laugardag og verða þær opnar fram að jólum á milli klukkan 13-16 alla laugardaga.
„Skagfirsk list í jólapakkann getur ekki klikkað,“ segir í tilkynningu myndlistarfólksins í Sólon. Ef óskað er eftir að líta við hjá þeim á öðrum tímum segja þau það alveg sjálfsagt mál og velkomið. Þá má hafa samband við Erlu Einars í síma 6987937 eða Kristínu Ragnars í síma 8642225.