Sveitarfélögin haldi að sér höndum í gjaldskrárhækkunum og setji sér aðgerðaáætlun til að bregðast við efnahagsþrengingum
VG í Skagafirði leggur áherslu á að við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi verði staðinn vörður um grunnþjónustu við íbúa héraðsins.
Vegna áhrifa efnahagsþrenginga á fjárhag heimilanna verði gjaldskrár fyrir almenna grunnþjónustu og Skagafjarðarveitur ekki hækkaðar við núverandi aðstæður. Sjaldan hefur verið mikilvægara að sveitarfélög sýni ráðdeildarsemi og gæti aðhalds í rekstri, en samhliða sé gætt að því að mæta ekki hugsanlegum samdrætti með uppsögnum og fækkun starfsfólks. VG í Skagafirði leggur áherslu á að sveitarfélögin í héraðinu setji sér nú þegar aðgerðaáætlun um eflingu velferðarþjónustu og hvernig brugðist verði að öðru leiti við þeim efnahagsþrengingum sem framundan eru með velferð Skagfirðinga að leiðarljósi.
Ályktun fundar VG í Skagafirði 12. október á Sauðárkróki