Tæki en engin efni

Tæki til fíkniefnaneyslu fundust við fíkniefnaleit lögreglunnar á Sauðárkróki á heimavist Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra fyrr í morgun.  Engin efni voru á vistinni en að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, gefa tækin til kynna að fíkniefnaneysla eigi sér stað innan veggja vistarinnar.

-Við fundum engin efni í þessari leit en svona tæki gefa ákveðna vísbendingu og við munum því vera vel á verði hér eftir sem hingað til, segir Stefán Vagn í samtali við feyki.is

Fleiri fréttir