Tap í fyrsta leik

Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að fyrsti „alvöru“ leikur Tindatóls Hvatar á þessu keppnistímabili fór fram í Boganum í gær þegar Völsungur fékk okkar menn í heimsókn í Valitor bikarnum.

„Sigurður þjálfari stillti upp nokkuð breyttu liði. Í markinu var Gísli Sveinsson, bakverðir voru þeir Arnar Skúli og Ingvi Hrannar. Miðverðir voru Björn Anton og Milan. Djúpir á miðjunni voru Halldór Jón og Árni Arnarson. Á köntunum voru Óskar Snær og Atli Arnarson. Framliggjandi á miðjunni var Dejan og fremstur Kolbeinn Kárason.

Völsungar byrjuðu betur fyrstu 10 mínúturnar eða svo en smátt og smátt unnu við okkur inn í leikinn og Óskar Snær skoraði gott mark eftir góðan undirbúning Dejans. Völsungar jöfnuðu leikinn og komast yfir með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Mörk sem líkast til hefði verið hægt að komast fyrir.

Í byrjun seinni hálfleiks jöfnum við í 2-2, með marki frá Kolla og það verða úrslit leiksins eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingu gerum við afdrifarík mistök á upphafsmínútunum og fáum á okkur tvö mörk sem voru afskaplega ódýr og Vöslungur breytir stöðunni í 4-2.

Milan nær síðan að minnka muninn en lengra komumst við ekki og Völsungur sigraði 4-3. Hægt er að sjá myndband af leiknum hérna

Arnar Skúli fékk rautt spjald í framlengingunni eftir klafs við andstæðing sinn. Barátta um boltann og ekkert annað. Bjarni Hrannar dómari sá hinsvegar ástæðu til að gefa rautt spjald fyrir þetta en atvikið má sjá á myndbandinu og um það má hafa margar og misjafnar skoðanir. Hinsvegar átti Jónas Halldór Friðriksson, leikmaður Völsungs að fjúka útaf eftir afar fólskulegt brot í seinni hálfleik. Hann renndi sér og fór með takkana hátt á loft í hné okkar manns af miklu afli sem þurfti að yfirgefa völlinn og óljóst hve lengi hann verður frá. Það er klárleg krafa að dómarar taki á svona brotum og refsi með rauðu spjaldi. Bjarni Hrannar dómari leiksins var þessu ekki sammála og telur að svona brot verðskuldi aðeins gult spjald. Maður veltur fyrir sér til hvers dómararnir eru ef þeir eiga ekki að taka á svona brotum.Þetta brot má vel sjá á myndskeiði frá leiknum.

Þetta var vendipunktur leiksins. Við missum mann útaf meiddan og þeirra maður sem átti klárlega að fjúka útaf, fær að halda áfram eins og ekkert sé. Þarna var þáttur dómarans afar stór og mistök hans afdrifarík.

Þegar myndbandið er skoðað má setja ýmsar spurningar við dómgæsluna. T.d. þegar Völsungur fékk aukaspyrnu og títtnefndur Bjarni Hrannar gaf Árna Arnarsyni sem var í veggnum gult spjald.....fyrir hvað var það ? Svo þegar Kolbeinn Kárason var að komast inn fyrir vörn Völsunga á lokamínútunum og leikmaður Völsungs klárlega togar í hann. Þá kemur dómarinn Bjarni Hrannar aðvífandi og gefur Kolbeini gult spjald......

Já, það er greinilega misjafnt skilningur okkar og Bjarna dómara á leiknum. Hans þáttur skipti sköpum í leiknum.....og ekki í fyrsta skiptið.

Hinsvegar eru reglurnar alveg klárar og hafa verið lengi.

"Dómaranefnd KSÍ gerir jafnframt að sínum neðangreind áhersluatriði Dómaranefndar UEFA sem enn og aftur hvetur dómara til þess að taka hart á:

leikmönnum sem brjóta af sér með „of harkalegum hætti" og skapa mótherjum sínum þannig hættu á meiðslum. Slíkum leikmönnum ber skilyrðislaust að sýna rautt spjald."“

Fleiri fréttir