Telja hættuástand yfirvofandi vegna krapastíflu á Sauðárkróki - Uppfært, götum lokað og íbúðir rýmdar

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við hugsanlegu hættuástandi á Sauðárkróki þar sem talið er að krapastífla hafi myndast í Sauðánni en tilkynnt var um það að hún væri hætt að renna að mestu leyti.
Björgunarsveitaliðar vinna að því að staðsetja stífluna en lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né á leiksvæði Árskóla. Þá er einnig varað við því að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Að sögn Hafdísar Einarsdóttur, formanns Björgunarsveitarinnar Skagfirðings, verða götur lokaðar á skilgreindu svæði neðan Sauðárgils eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en einnig hafa íbúðir á neðstu hæð íbúðarblokkar syðst á Víðigrund verið rýmdar.
Sagði hún ástandið óljóst en vegna slæms veðurs ekki búið að staðsetja stífluna enn. Meðan svo er væri verði reynt að tryggja vettvang og vakta ána.