Tendrum ljós til minningar um Erlu Björk

Þann 2. nóvember síðastliðinn varð sá sorgaratburður að Erla Björk Helgadóttir í Varmahlíð féll frá í blóma lífsins. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Á morgun, miðvikudaginn 10. nóvember, hefði Erla Björk orðið 40 ára og til að minnast hennar og til stuðnings við fjölskyldu hennar mælast nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til þess að Skagfirðingar tendri ljós annað kvöld.

Á Facebook-síðu Nemendafélags FNV segir: „Okkur langar að tendra kerti í minningu Erlu Bjarkar Helgadóttur þann 10. nóvember þar sem hún hefði átt fertugsafmæli þann dag. Við hvetjum fólk að vera með og setja útikerti fyrir utan húsið hjá sér til að minnast Erlu og til stuðnings við fjölskyldu hennar. Látum Skagafjörð lýsa klukkan 20:00 þann 10. nóvember fyrir Erlu.“

 

 

Fleiri fréttir