Þemadagar í Árskóla
Hinir árlegu Þemadagar Árskóla fóru fram í vikunni og var þemað í ár listir. Líf og fjör hefur einkennt þessa daga síðustu ár. Engin undantekning var þar á í þetta sinn, en meðal lista sem krakkarnir spreyttu sig á var m.a. myndlist, tónlist, förðun, dans og föndur ýmiskonar. FeykirTV fór í heimsókn og spjallaði við Óskar skólastjóra og myndaði það sem bar fyrir augum.
http://www.youtube.com/watch?v=XyqQpdav5ao&feature=youtu.be