Þokuloft víða um norðvestanvert landið

Það er þokuloft víða um norðvestanvert landið og út með ströndinni Norðanlands. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði. Hæg austlæg eða breytileg átt er í landshlutanum og skýjað með köflum. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Suðaustan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og lítisháttar rigning með suður og vesturströndinni en heldur hægari og bjartviðri N-til. Hiti 2 til 8 stig en vægt næturfrost í innsveitum NA-til.

Á föstudag:

Fremur hæg austlæg átt, en norðaustan 5-13 NV-til. bjart með köflum og yfirleitt þurrt um landið vestanvert en skýjað og dálítil súld eða rigingin austantil og él um landið N-vert um kvöldið. Milt veður fram eftir degi, en kólnar síðan fyrir norðan.

Á laugardag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Lítilsháttar él NA- og A-lands en rigning við S-ströndina síðdegis. Hiti um frostmark fyrir norðan en 2 til 7 stig sunnantil.

Á sunnudag og mánudag:

Austlæg átt, strekkingur á köflum. Lengst af vætusamt SA- og A-lands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 8 stig, mildast SV-til.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir breytilega vindátt með úrkomu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Fleiri fréttir