Þórólfur annar tveggja forstjóra MS
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, verður tímabundið annar forstjóri Mjólkursamsölunnar og mun sem slíkur með beinum hætti koma að miklum hagræðingaraðgerðum sem framundan eru hjá Mjólkursamsölunni sem hefur verið rekinn með miklum halla frá áramótunum 2006 - 2007.
Tap hefur verið á rekstri MS síðan núverandi rekstrarform var tekið upp og er því ljóst að verulegra aðgerða er þörf eigi að takast að snúa rekstri félagsins við. Samkvæmt heimildum vefsins mun Þórólfur, sem er varaformaður stjórnar MS, setjast sem slíkur í stól annars forstjóra en þó mun hann ekki fá greidd laun sem slíkur. MS er í eigu Auðhumlu og Kaupfélags Skagfirðinga. Þórólfur mun áfram sitja sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.