Tindastóll mætir Álftanesi í Forsetahöllinni
Körfuknattleikslið Tindastóls var dregið á móti liði Ungmennafélags Álftaness í Powerade-bikarnum og munu liðin mætast í Forsetahöllinni á Álftanesi. Kom þetta í ljós á þriðjudaginn þegar dregið var í 32-liða úrslit í höfuðstöðvum KKÍ.
Fram kemur á heimasíðu Tindastóls að lið Álftaness leikur í 2. deild en þeir hafa aðeins unnið einn leik af þremur í sínum riðli. Sveinn Birkir Björnsson leikmaður Álftaness mun aðeins hafa spilað einn leik með liðinu en talið er á vef Tindastóls það hafi haft áhrif á slæmt gengi liðisins. Sveinn Birkir gerði garðinn frægan með Hetti á Egilsstöðum hér á árum áður.
Leikirnir munu fara fram á tímabilinu 9. - 12. desember n.k.
Liðin sem mætast:
1. Reynir S - Hamar
2. Ármann - Skallagrímur
3. Grindavík - Haukar
4. Stjarnan b · Stjarnan
5. ÍR · Keflavík
6. Haukar b - Breiðablik
7. Patrekur - Njarðvík b
8. Víkingur Ó. - Þór Þ.
9. KFÍ - FSu
10. KR b - Höttur
11. Álftanes - Tindastóll
12. ÍBV - Þór A.
13. ÍA - Fjölnir
14. Valur - Snæfell
15. ÍG - Njarðvík
16. Mostri - KR