Tindastóll og Afturelding gerðu jafntefli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.02.2010
kl. 15.10
Tindastóll lék við Aftureldingu í Sunnlennska Bikarnum í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í Fífunni.
Afturelding komst yfir á upphafsmínútum leiksins eftir hornspyrnu. Tindastólsmenn léku mjög skynsamlega í leiknum, vörðust vel á sínum vallarhelmingi og það var síðan Atli Arnarson sem jafnaði leikinn og þar við sat.