Tískustúlkan : Íris Arna
Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.
Íris Arna Hermannsdóttir 20 ára, dóttir Hermanns Þórissonar mjólkurfræðings hjá KS og Höllu Eysteinsdóttur hjúkrunarfræðings. Íris Arna er nemandi á þriðja ári Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, smíðabraut og á einungis eina önn eftir af því námi.
Íris Arna er að spá í að taka sveinsprófið en þó ekki til þess að verða smiður í framtíðinni heldur til þess að auðvelda sér inngöngu í arkitektanám.