Tjón er snjógirðingar féllu

Talsvert tjón varð á skíðasvæðinu í Tindastól á dögunum en í miklu roki brotnuðu staurar í snjógirðingunni og girðingin fór mjög illa á stórum kafla. Enginn umsjónarmaður hefur verið ráðinn í stað Viggós Jónssonar en Viggó hefur engu að síður unnið að lagfærðingum á svæðinu.
Ljóst er að það verður að styrkja snjógirðinguna verulega svo hún nýtist í vetur. Það liggur fyrir að þá þarf að hafa hraðar hendur til að gera skíðasvæðið klárt fyrir veturinn.

Fleiri fréttir