Töfratréð blómstraði í febrúar

Sigrún Aadnegard á Bergstöðum hafði samband við Feyki og sendi meðfylgjandi mynd af töfratré sem er í garðinum hjá henni. Sigrún tók eftir því að tréð byrjaði að blómstra í febrúar en fór á kaf í snjó skömmu síðar, en undan snjónum kom það óskemmt og glæsilegt.

Sigrún gróðursetti tréð sem sprota fyrir 3árum en töfratré blómstra dökkbleikum blómum snemma vors áður en það laufgast og loks ber það rauð  eitruð ber á haustin.

Fleiri fréttir