Töluverðar skemmdir á Hofsóshöfn

Myndir frá Skagafjarðarhöfnum.
Myndir frá Skagafjarðarhöfnum.

Það hefur verið leiðinlegt haustveður lengstum síðustu daga, rigning og rok, með tilheyrandi grjóhruni og skriðuföllum hér norðanlands. Í síðustu viku skemmdust tæki og tól í Hofsóshöfn en að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, hafnarstjóra hjá Skagafjarðarhöfnum, var mikil ágjöf yfir varnargarðinn í höfninni með þeim afleiðingum að vigtarskúr og vigt eru ónýt.

Þá urðu skemmdir á rafmagnslögnum, olíutankur á bryggjunni færðist úr stað og myndavélar eru óvirkar. Framundan eru því hreinsun og endurbætur.

 

Fleiri fréttir