Tónleikar Herfölge-kórsins í Sauðárkrókskirkju
Tónleikar með Herfölgekoret frá Danmörku verða þriðjujudagskvöldið 29. júní kl. 20:30 í Sauðárkrókskirkju. Herfölgekórinn er frá Köge- svæðinu, u.þ.b. 35 km suður af Kaupmannahöfn. Kórinn er blandaður kór og hefur starfað í yfir 35 ár.
Kórinn hefur ávallt unnið markvisst og meðvitað að fallegum og þéttum samhljóm, sama hvaða stíltegund sem um er að ræða. Einmitt þetta er stolt kórsins og vörumerki.
Efnisskráin er fjölbreytt; allt frá nútímalegri rytmatónlist til þekktustu gullmola kórtónlistarinnar. Stórnandi kórsins er Nikolaj Andersen, sem hefur stjórnað kórnum síðastliðin 6 ár.
Aðgangur að tónleikunum í kirkjunni er ókeypis.