Veiking krónunnar eykur verðmæti áður ónýttra sláturafurða

Úr kjötvinnslu KS

Skaufar, vambir og annar innmatur sem hér áður var hent hafa síðustu vikur margfaldast í verðmæti enda mikil eftirspurn eftir þessum afurðum á Asíumarkaði.

-Já það er rétt, við erum að selja mun meira af þessum afurðum en við höfum áður gert og finnum fyrir miklum og auknum áhuga, segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS. Aðspurður segir Ágúst að skaufarnir séu notaðir í pottrétti og vambirnar þurrkaðar við mjög háan hita og síðan í framhaldinu notaðar líkt og pasta eða núðlur í ýmsa rétti. –Þarna erum við að ná að selja vörur sem áður var hent og veiking krónunnar hefur upp á síðkastið bara aukið verðmæti þessarar afurða, segir Ágúst.

Fleiri fréttir