Vertu – Silla og fjölskylda í syngjandi sveiflu – Myndband

Lillý, Silla, Fúsi og Eysteinn, við setningu Sæluviku Skagfirðinga. Mynd: PF.
Lillý, Silla, Fúsi og Eysteinn, við setningu Sæluviku Skagfirðinga. Mynd: PF.

Það er kominn fössari, lokahelgi Sæluviku og framundan stórleikur í úrslitarimmu Tindastóls og Vals. Þá er tilvalið að koma einni skagfirskri sveiflu í loftið með snillingunum á Öldustígnum, Sigurlaugu Vordísi, Sigfúsi Arnari, Emelíönu Lillý og Eysteini Ívari, sem fluttu m.a. lagið Vertu á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023.

Lagið á sveiflukóngurinn sjálfur, Geirmundur Valtýsson, og textann guðsmaðurinn Hjálmar Jónsson. Lagið kom út á plötunni Í syngjandi sveiflu sem kom út árið 1989.

Margt er á sveimi í myrkruðum heimi,
marga þó dreymi með lokaðar brár.
Lífsgleði vekjum,
leiða burt hrekjum,
lífsgóðri þekjum
auðnir og sár.

Ég vaki og bið
um vinsemd og frið
og veiti þér stuðning og lið.

Hlustaðu á hjartans mál,
hlýna mun í þinn sál,
kuldinn þaðan víkja,
kærleikurinn ríkja – kominn í ljós.
Gleymdu því sem gengið er,
glóðin er í hjarta þér,
komdu og vertu allt það sem ertu mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir