Víðimýrarkirkja 180 ára
Víðimýrarkirkja í Skagafirði er 180 ára á þessu ári, en hún var byggð árið 1834. Kirkjan er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur gamallar íslenzkrar byggingarlistar sem til er,“ eins og haft er eftir Kristjáni Eldjárn, fyrrum þjóðminjaverði og forseta Íslands, um hana. Afmælisins verður minnst með messu í kirkjunni næstkomandi sunnudag kl. 14:00.
Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum predikar, sr. Gísli Gunnarsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og kirkjukórinn syngur við undirleik Stefáns R. Gíslasonar organista.
Að lokinni messu verður boðið í afmæliskaffi í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar mun Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra flytja erindi um byggingarlist og táknfræði Víðimýrarkirkju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.