Vorboðarnir mæta í hafnirnar
Nú koma vorboðaskipin á Norðurlandið með þær vörur sem bændur bíða eftir en nú í morgun hófst uppskipun á áburði fyrir Kaupfélag Skagfirðinga í Sauðárkrókshöfn. Flutningaskipið Fri Skien laggðist að bryggju í gærkvöld með 3.254 tonn af áburði og 222 tonn af timbri.
Samkvæmt upplýsingum frá Sauðárkrókshöfn er reiknað með að losun taki tvo daga. Á mánudag er Laxfoss svo væntanlegur með áburð fyrir Skeljung ca. 1.800 tonn.
Á þriðjudaginn kom fyrsta flutningaskipið til Hvammstanga þetta árið. Það er skipið Wilson Grimsby og var það einnig með áburð og girðingarstaura.