Ráðamenn vilja flýta rannsóknum á Fljótagöngum
feykir.is
Skagafjörður
02.09.2024
kl. 08.56
Ástandið á veginum um Almenninga á Siglufjarðarvegi og aðkomu að Strákagöngum úr vestri hefur ekki farið framhjá neinum. Bjarni Benediktsson skoðaði aðstæður fyrir helgi og viðraði þá skoðun sína að flýta þyrfti rannsóknum við Fljótagöng. Í Morgunblaðinu í gær tók Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra undir orð Bjarna og bætti við að þarna væri yfirvofandi hætta og við það verði ekki unað.
Meira