Skagafjörður

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun

Nú eru rúmar þrjár vikur þar til kosið verður til Alþingis. Hér í Norðvesturkjördæmi verða tíu listar á atkvæðaseðlinum. Reiknað var með ellefu framboðum en Græningjum tókst ekki að setja fram lista hér frekar en annars staðar á landinu. Það er næsta víst að það eiga ekki allir heimangegnt á kjörstað 30. nóvember og þurfa því að kjósa utan kjörstaðar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 7. nóvember.
Meira

Unnur Rún kosin í stjórn Landssambands hestamannafélaga

Í lok október fór 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga fram í Borgarnesi en fyrir þinginu lágu 40 mál. Fram kemur í tilkynningu frá LH að stjórn hafi verið kjörin til næstu tveggja ára. Unnur Rún Sigurpálsdóttir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi var ein hinna kjörnu og situr til ársins 2026. Linda Björk Gunnlaugsdóttir úr hestamannafélaginu Spretti var rétt kjörin nýr formaður og tekur hún við af Guðna Halldórssyni.
Meira

Fræðsluskylda í stað skólaskyldu | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni.
Meira

Tilkynning til notenda á hitaveitu í Akrahreppi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að fimmtudaginn 7. Nóvember kl. 9:00 stöðvast rennsli á heituvatni til notenda í Akrahreppi fram eftir degi vegna viðhalds og breytinga í dælustöðinni við Syðstu – Grund. Svæðið sem þetta nær til er frá Dýrfinnustöðum í norður og að Uppsölum í suður.
Meira

Nýprent fékk 5,3 milljón króna styrk vegna útgáfu Feykis

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 936,8 milljónir kr. en til úthlutunar voru því 550.901.932 kr. Útgefandi Feykis, Nýprent ehf., fékk að þessu sinni styrk að upphæð 5.305.651 en auk þess að gefa út Feyki heldur Nýprent einnig úti vefnum Feykir.is.
Meira

Hjartsláttur sjávarbyggðanna | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.
Meira

Skorað á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu um kennara og skólastarf

Áskorun var send til sveitastjóra á Norðurlandi vestra frá fulltrúm kennara og stjórnenda þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu sína um kennara og skólastarf, jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar, og leggi sig inn í skólamál og starfsumhverfi skólanna. 
Meira

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Jólin heima

Nóvember er genginn í garð og áður en við vitum af verðum við farin að rífa pappírinn utan af jólagjöfunum og liggja afvelta í sterkbyggðum sófum eftir að hafa sporðrennt hamborgarhrygg, konfekti og öðru jólafíneríi. Áður en að því kemur megum við ekki missa af tónleikunum Jólin heima sem fara fram í Miðgarði 14. desember. Fljótt varð uppselt á tónleikana og var því öðrum bætt við. Feykir spurði tónleikahaldarann, Jóhann Daða Gíslason, aðeins út í tónleikana en enn er hægt að næla í miða á aukatónleikana sem að þessu sinni verða eins og aðal.
Meira

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

25 þúsund skráðir titlar á safninu

Síðustu vikur hafa starfsmenn Héraðsbóka-safns Skagfirðinga verið að halda upp á afmæli safnsins en á þessu ári eru 120 ár síðan sú ágæta ákvörðun var tekin á sýslunefndarfundi Skagfirðinga að setja á laggirnar bókasafn. Það var því ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir héraðsbókavörð en því starfi gegnir Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Það er að sjálfsögðu óþarfi að taka fram að hún hefur ekki gegnt starfinu frá fyrstu tíð enda aðeins eitt og hálft ár síðan Stína tók við keflinu af Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem gegndi starfinu þar á undan – já og var heldur ekki fyrsti héraðsbókavörðurinn. Núverandi héraðsbóka-vörður býr á Hofsósi en starfar á Sauðárkróki enda höfuðstöðvar Héraðs-bókasafnsins staðsettar í Safnahúsi Skagfirðinga. En hvað ætli sé vitað um aðdragandann að stofnun bókasafns í Skagafirði?
Meira