Bíll brann til kaldra kola á Garðssandi
feykir.is
Skagafjörður
21.07.2023
kl. 22.04
Í kvöld kviknaði í bíl sem ekið var í austurátt frá Sauðárkróki á þjóðvegi 75 á Garðssandi. Ökumanni og farþega tókst að koma bílnum út fyrir veg og forða sér út en bíllinn varð alelda á skömmum tíma og brann til kaldra kola. Slökkviliðið mætti á staðinn en þá var orðið of seint að bjarga bílnum en slökkviliðið slökkti eldinn.
Meira
